Nokia N80 Internet Edition - Öryggisatri²i

background image

Öryggisatriði

Lesið þessar einföldu leiðbeiningar. Sé þeim ekki fylgt getur
það verið hættulegt eða varðað við lög. Lesa skal alla
notendahandbókina til að fá nánari upplýsingar.

ÖRYGGI ÞEGAR KVEIKT ER Á TÆKINU Ekki

má kveikja á tækinu þar sem notkun þráðlausra
síma er bönnuð eða þar sem hún kann að valda
truflunum eða hættu.

UMFERÐARÖRYGGI GENGUR FYRIR Fara skal

að öllum staðbundnum lögum. Ætíð skal hafa
hendur frjálsar til að stýra ökutækinu við
akstur. Umferðaröryggi skal ganga fyrir í akstri.

TRUFLUN Öll þráðlaus tæki geta verið næm

fyrir truflunum, sem getur haft áhrif á virkni
þeirra.

SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM Á
SJÚKRASTOFNUNUM
Virða skal allar

takmarkanir. Slökkva skal á tækinu nálægt
lækningabúnaði.

HAFA SKAL SLÖKKT Á SÍMANUM Í
FLUGVÉLUM
Virða skal allar takmarkanir.

Þráðlaus tæki geta valdið truflunum í
flugvélum.

SLÖKKT SKAL Á SÍMANUM ÁÐUR EN
ELDSNEYTI ER TEKIÐ
Ekki nota tækið nærri

eldsneytisdælu. Notist ekki í námunda við
eldsneyti eða sterk efni.

SLÖKKVA SKAL Á SÍMANUM ÞAR SEM
VERIÐ ER AÐ SPRENGJA
Virða skal allar

takmarkanir. Ekki nota tækið þar sem verið er
að sprengja.

NOTIST AF SKYNSEMI Notist aðeins í

hefðbundinni stöðu eins og lýst er í
leiðbeiningum með vörunni. Forðast skal
óþarfa snertingu við loftnetið.

VIÐURKENND ÞJÓNUSTA Aðeins viðurkennt

starfsfólk má setja upp eða gera við þessa
vöru.

AUKAHLUTIR OG RAFHLÖÐUR Aðeins má

nota samþykkta aukahluti og rafhlöður. Ekki
má tengja saman ósamhæf tæki.

VATNSHELDNI Tækið er ekki vatnshelt. Halda

skal því þurru.

background image

8

ÖRYGGISAFRIT Muna skal að taka

öryggisafrit eða halda skrá yfir allar
mikilvægar upplýsingar sem geymdar eru í
tækinu.

TENGING VIÐ ÖNNUR TÆKI Þegar tækið er

tengt öðru tæki skal lesa notendahandbók
með því vandlega, einkum upplýsingar um
öryggi. Ekki má tengja saman ósamhæf tæki.

NEYÐARSÍMTÖL Tryggja skal að kveikt sé á

símaaðgerðum tækisins og þær séu virkar. Ýta
skal á endatakkann eins oft og þarf til að
hreinsa skjáinn og fara aftur í biðstöðu. Sláðu
inn neyðarnúmerið og ýttu á hringi-takkann.
Gefa skal upp staðarákvörðun. Ekki má slíta
símtali fyrr en að fengnu leyfi til þess.

Um tækið

Þráðlausa tækið sem lýst er í handbókinni er samþykkt til
notkunar í EGSM 850/900/1800/1900 og UMTS 2100
símkerfunum. Þjónustuveitan gefur nánari upplýsingar
um símkerfi.

Við notkun þessa tækis skal hlíta öllum lögum og virða
staðbundnar venjur, einkalíf og lögmæt réttindi annarra,
þ.m.t. höfundarrétt.

Höfundarréttarvarnir geta komið í veg fyrir að hægt sé að
afrita, breyta, flytja eða framsenda myndir, tónlist (þ.m.t.
hringitóna) og annað efni.

Tækið styður internettengingar og aðrar tengiaðferðir. Líkt
og með tölvur geta vírusar, skaðleg skilaboð og forrit,
ásamt öðru skaðlegu efni haft áhrif á tækið. Gæta skal
varúðar og aðeins opna skilaboð, samþykkja tengibeiðnir,
hlaða niður efni og samþykkja uppsetningar frá traustum
aðilum. Til að auka öryggi tækisins ættir þú að hugleiða að
setja upp vírusvarnarbúnað með uppfærsluþjónustu og
nota eldvegg.

Viðvörun: Við notkun allra aðgerða í þessu tæki,

annarra en vekjara, þarf að vera kveikt á tækinu. Ekki
skal kveikja á tækinu þegar notkun þráðlausra tækja
getur valdið truflun eða hættu.

Skrifstofuforritið styður helstu valkosti Microsoft Word,
PowerPoint og Excel (Microsoft Office 2000, XP og 2003).
Ekki er hægt að skoða eða breyta öllum skráargerðum.

Við suma notkun, t.d. þegar myndsímtal er í gangi, kann
tækið að hitna. Þetta er eðlilegt í flestum tilfellum. Ef þú
telur tækið ekki vinna rétt skaltu fara með það til næsta
viðurkennda þjónustuaðila.

Tækið getur innihaldið bókamerki og tengla fyrir vefsíður
þriðju aðila. Einnig er hægt að skoða vefsíður annarra
þriðju aðila með tækinu. Vefsíður þriðju aðila tengjast ekki
Nokia og Nokia hvetur hvorki til að þær séu skoðaðar né

background image

9

tekur ábyrgð á þeim. Ef þú kýst að opna þessar síður ættir
þú að gera viðeigandi varúðarráðstafanir varðandi öryggi
þeirra og efni.

Sérþjónusta

Til að hægt sé að nota símann verður áskrift að
þjónustuveitu fyrir þráðlausa síma að vera fyrir hendi.
Margir af valkostum símans flokkast undir sérþjónustu.
Ekki er hægt að nota þessa valkosti í öllum símkerfum. Í
öðrum símkerfum kann jafnframt að vera farið fram á
sérstaka skráningu fyrir þessa þjónustu. Leiðbeiningar
ásamt upplýsingum um gjald fyrir þjónustuna fást hjá
þjónustuveitu. Sum símkerfi kunna að hafa takmarkanir
sem hafa áhrif á hvernig hægt er að nota sérþjónustu. Sum
símkerfi styðja t.d. ekki alla séríslenska bókstafi og
þjónustu.

Þjónustuveitan kann að hafa beðið um að tilteknar
aðgerðir væru hafðar óvirkar eða ekki gerðar virkar í
tækinu. Ef svo er birtast þær ekki í valmynd tækisins. Tækið
kann einnig að hafa verið sérstillt, t.d. kann heitum, röð og
táknum valmynda að hafa verið breytt. Þjónustuveitan
gefur nánari upplýsingar.

Þetta tæki styður WAP 2.0 samskiptareglur (HTTP og SSL)
sem keyra á TCP/IP samskiptareglum. Fyrir sumar aðgerðir
í tækinu, eins og MMS, netskoðun, tölvupóst og niðurhal

efnis um vafra eða með MMS, þarf símkerfisstuðning við
viðkomandi tækni.

Aukahlutir, rafhlöður
og hleðslutæki

Alltaf skal slökkva á tækinu og aftengja hleðslutækið áður
en rafhlaðan er fjarlægð.

Athuga ber tegundarnúmer hleðslutækja áður en þau eru
notuð með þessu tæki. Þetta tæki er ætlað til notkunar
hlaðið raforku frá DC-4, AC-3, eða AC-4 hleðslutækjum og
frá AC-1, ACP-8, ACP-12, LCH-8, LCH-9 og LCH-12
hleðslutæki þegar það er notað með CA-44 millistykki.

Þetta tæki er ætlað til notkunar með BL-5B rafhlöðu.

Viðvörun: Aðeins skal nota rafhlöður, hleðslutæki

og aukahluti sem Nokia hefur samþykkt til nota með
þessari tilteknu tegund. Ef notaðar eru aðrar gerðir
gæti öll ábyrgð og samþykki fallið niður og slíkri
notkun getur fylgt hætta.

Seljandi símans veitir upplýsingar um fáanlega aukahluti
sem samþykktir eru til notkunar. Þegar aukahlutur er
tekinn úr sambandi skal taka í klóna, ekki leiðsluna.

background image

Nokia N8

0 t

æ

kið þitt

10