Heimanet
Tækið styður UPnP (Universal Plug and Play). Með því að
nota aðgangsstaðartæki eða beini fyrir þráðlaust
staðarnet geturðu búið til heimakerfi og tengt samhæf
UPnP-tæki við það, líkt og Nokia N80, samhæfa tölvu,
samhæfan prentara, samhæft hljóðkerfi eða sjónvarp -
eða hljóðkerfi/sjónvarp sem er búið samhæfum móttakara
fyrir þráðlaus kerfi.
Vinsamlega athugið að til þess að nota þráðlausa
staðarnetsvalkostinn í Nokia N80 á heimakerfi þarf
þráðlaus staðarnetstenging að vera sett upp í heimahúsi
og önnur UPnP-heimatæki að vera tengd við það.
Hægt er að deila (samnýta) skrám sem eru vistaðar í
Gallerí
með öðrum UPnP-tækjum á heimakerfi.
Heimanet
er stillt með því að ýta á
og velja
Tenging
>
Heimanet
.
Einnig er hægt að nota heimakerfið til að skoða, spila,
afrita og prenta samhæfar skrár í
Gallerí
. Sjá ‘Skrár
skoðaðar’ á bls. 37.
Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum
dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausrar
staðarnetstengingar. Notkun dulkóðunar dregur úr
hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum þínum
án heimildar.