
Stillingar
Veldu
Valkostir
>
Stillingar
og svo úr eftirfarandi:
Aðgangsstaður
— Til að breyta sjálfvöldum aðgangsstað.
Sjá ‘Samband’ á bls. 106. Sumir eða allir aðgangsstaðir
gætu verið forstilltir fyrir tækið þitt af þjónustuveitunni og
því getur verið að þú getir ekki skipt um, búið til, breytt eða
fjarlægt aðgangsstaði.
Heimasíða
— Til að velja heimasíðuna.
Hle. mynda & hljóða
— Til að velja hvort þú vilt hlaða inn
myndum á síðum. Ef þú velur
Nei
, geturðu hlaðið inn
myndum síðar með því að velja
Valkostir
>
Sýna myndir
.
Sjálfvalin kóðun
— Til að velja aðra kóðun ef stafir birtast
ekki á réttan hátt (fer eftir tungumáli).
Sjálfv. bókamerki
— Til að kveikja eða slökkva á sjálfvirkri
vistun bókamerkja. Ef þú vilt halda áfram að vista
bókamerki sjálfkrafa, en ekki birta möppuna í
bókamerkjaskjánum, skaltu velja
Fela möppu
.
Skjástærð
— Til að velja hvað birtist þegar þú vafrar:
Bara
valda takka
eða
Allur skjár
.
Smákort
— Kveiktu eða slökktu á
Smákort
. Sjá ‘Smákort’
á bls. 80.
Listi yfir fyrri síður
— Kveiktu á
Listi yfir fyrri síður
ef þú
vilt geta opnað áður skoðaða skjái með því að ýta á
Til
baka
.
Hljóðstyrkur
— Ef þú vilt að vafrinn spili hljóð af vefsíðum
skaltu velja hljóðstyrkinn.
Fótspor
—Til að kveikja eða slökkva á móttöku og sendingu
fótspora.
Java/ECMA forskrift
—Til að leyfa eða leyfa ekki
forskriftir.
Öryggisviðvaranir
—Til að fela eða birta öryggisviðvaranir.