Nokia N80 Internet Edition - Myndavél

background image

Myndavél

Nokia N80-tækið hefur tvær myndavélar, eina með hárri
upplausn aftan á tækinu (aðalmyndavélin), og aðra með
minni upplausn framan á því (aukamyndavélin). Hægt er
að nota báðar myndavélarnar til að taka kyrr- og
hreyfimyndir. Fremri myndavélin tekur andlitsmyndir og
sú aftari landslagsmyndir.

Þetta tæki styður 2048x1536 punkta myndupplausn.
Myndupplausnin í þessari handbók getur virst önnur.

Kveikt er á myndavélinni
með því að ýta á

og

velja

Myndafor.

>

Myndavél

eða halda

myndatökutakkanum inni.
Myndglugginn opnast og
sýnir myndina sem hægt
er að taka. Skipt er á milli
myndavélanna með því að
velja

Valkostir

>

Nota myndavél 2

eða

Nota

myndavél 1

.

Myndir og hreyfimyndir vistast sjálfkrafa í

Myn. & hr.m.

möppunni í

Gallerí

. Myndir eru teknar á .jpeg sniði.

Hreyfimyndir eru teknar á 3GPP-skráarsniðinu með
endingunni.3gp (fyrir venjulegar myndir og samnýtingu)

eða á .mp4 skráarsniðinu (hágæða myndir). Sjá ‘Stillingar
fyrir hreyfimyndir’ á bls. 29.

Hægt er að senda myndir og hreyfimyndir í
margmiðlunarboðum, sem viðhengi í tölvupósti eða um
Bluetooth-tengingu.