
Hreyfimyndum breytt
Til að breyta hreyfimyndum í
Gallerí
og búa til sérsniðnar
hreyfimyndir skaltu fletta að hreyfimynd og velja
Valkostir
>
Breyta
. Sjá ‘Gallerí’ á bls. 33. Hægt er að búa
til sérsniðnar hreyfimyndir með því að sameina og klippa til
hreyfimyndir og bæta við hljóðum, umbreytingu og
áhrifum. Umbreyting felst í sjónrænum áhrifum sem hægt
er að bæta við í upphafi og við lok hreyfimyndarinnar eða
á milli myndskeiða.
Í myndvinnslunni sjást tvær tímalínur: tímalína
hreyfimyndarinnar og tímalína hljóðsins. Ef þú bætir
myndum, texta eða umbreytingum við hreyfimyndir sjást
þessi atriði á tímalínu þeirra. Flett er upp eða niður til að
skipta á milli tímalína.