Nokia N80 Internet Edition - Uppsetning — Stillinga lita og lÆsingar

background image

Uppsetning — Stillinga lita og lýsingar

Til að láta myndavélina greina liti og lýsingu betur, eða til
að bæta sjónrænum áhrifum í myndir eða hreyfimyndir,
skaltu velja

Valkostir

>

Uppsetning mynda

eða

Uppsetning hreyfim.

og velja úr eftirfarandi valkostum:

Myndumhverfi

— Veldu stillingu sem hentar fyrir

umhverfið. Fyrir hvert umhverfi eru ákveðnar stillingar fyrir
lýsingu sem að hæfa því.

Flass

(aðeins myndir) — Stilltu flassið í samræmi við

lýsinguna. Sjá ‘Flassið’ á bls. 24.

Ljósgafi

— Veldu birtuskilyrðin af listanum. Þetta gerir

myndavélinni kleift að endurskapa liti af meiri nákvæmni.

Leiðrétt. á lýsingu

(aðeins fyrir myndir) — Stilltu

leiðréttingu á lýsingu myndavélarinnar.

Litáferð

— Veldu áferðina af listanum.

Myndskerpa

(aðeins myndir) — stilltu skerpu

myndarinnar.

Skjábirta

— Veldu skjábirtuna.

Birtuskil

— Veldu birtuskilyrðin.

Litmettun

— Veldu litadýptina.

Skjárinn breytist eftir því hvaða stillingar eru valdar og
sýnir hvernig lokaútkoma myndarinnar eða
hreyfimyndarinnar verður.

Það hvaða stillingar eru í boði veltur á því hvaða myndavél
hefur verið valin.

Þegar stillingum fremri myndavélarinnar er breytt hefur
það ekki áhrif á stillingar aðalmyndavélarinnar og öfugt.
Uppsetningarstillingar hvorrar myndavélar virka hins
vegar bæði fyrir myndir og hreyfimyndir.

Þegar myndavélinni er lokað eru sjálfgefnar stillingar
hennar valdar aftur. Ef ný umhverfisstilling er valin kemur
hún í stað sjálfvöldu stillinganna. Sjá ‘Myndumhverfi’ á
bls. 26. Ef þú þarft að breyta uppsetningarstillingunum
geturðu gert það eftir að hafa valið umhverfi.

background image

My

ndav

él

26