Nokia N80 Internet Edition - Heimakerfi

background image

Heimakerfi

Tækið styður UPnP (Universal Plug and Play). Með því að
nota aðgangsstaðartæki eða beini fyrir þráðlaust
staðarnet geturðu búið til heimakerfi og tengt samhæf
UPnP tæki við það, líkt og Nokia N80, samhæfa tölvu,
samhæfan prentara, samhæft hljóðkerfi, samhæft
sjónvarp eða hljóðkerfi/sjónvarp sem er búið samhæfum
móttakara fyrir þráðlaus kerfi.

Eftir að heimakerfið hefur verið stillt er hægt að afrita,
skoða eða spila samhæfar skrár og prenta út myndir í

Gallerí

á öðrum tækjum sem eru tengd við það. Þannig er

t.d. hægt að skoða myndir sem eru vistaðar í Nokia N80
tækinu í samhæfu sjónvarpi. Sjá ‘Heimanet’ bls. 36 og
‘Myndprentun’ bls. 43.

Til að setja upp heimakerfi á þráðlausu staðarneti skaltu
fyrst búa til og stilla netaðgangsstaðinn fyrir þráðlausa
staðarnetið, og svo stilla tækin. Veldu stillingarnar í

Heimanet

í Nokia N80 tækinu þínu. Sjá ‘Heimanet’ á bls.

36. Til að hægt sé að tengja samhæfa tölvu við heimakerfi
þarf fyrst að setja upp Home Media Server hugbúnaðinn á
geisladiskinum sem fylgir með Nokia N80 tækinu.

Hægt er að nota heimkerfið þegar allar nauðsynlegar
stillingar hafa verið valdar í öllum tækjunum sem eru tengd
við það. Sjá ‘Skrár skoðaðar’ á bls. 37.

Heimkerfið notar öryggisstillingar þráðlausu
staðarnetstengingarinnar. Notaðu heimkerfi á þráðlausu
staðarneti (grunnkerfi) með aðgangsstaðatæki eða beini
og kveikt á dulkóðun.

Mikilvægt: Alltaf skal virkja eina af tiltækum

dulkóðunaraðferðum til að auka öryggi þráðlausu
staðarnetstengingarinnar. Notkun dulkóðunar dregur úr
hættunni á því að einhver fái aðgang að gögnunum þínum
án heimildar.

Upplýsingar um hvernig á að skoða eða breyta
stillingunum fyrir netaðgangsstað í Nokia N80 tækinu er
að finna í ‘Aðgangsstaðir’ á bls. 107.

background image

Nokia N8

0 t

æ

kið þitt

17