Nokia N80 Internet Edition - ×rá²laust sta²arnet

background image

Þráðlaust staðarnet

Tækið getur tengst við þráðlaus staðarnet (þráðlaus LAN).
Á þráðlausu staðarneti er hægt að tengjast við internetið
og önnur tæki sem eru tengd við kerfið. Nánari upplýsingar
um notkun tækisins á heimakerfi er að finna í ‘Heimakerfi’
á bls. 16.

background image

Nokia N8

0 t

æ

kið þitt

15

Í sumum löndum, eins og Frakklandi, eru takmarkanir á
notkun þráðlausra neta. Fáðu upplýsingar um það hjá
yfirvöldum á staðnum.

Aðgerðir sem byggja á þráðlausu staðarneti eða leyfa
slíkum aðgerðum að keyra í bakgrunni á meðan aðrar
aðgerðir eru notaðar krefjast aukins rafmagns og draga úr
endingu rafhlöðunnar.

Tækið styður eftirfarandi fyrir þráðlaust staðarnet:

• IEEE 802.11b/g-staðal
• 2,4 GHz tíðni
• WEP-dulkóðunarstaðalinn (Wired equivalent privacy)

með allt að 128 bita lyklum, Wi-Fi staðalinn (WPA) og
802.1x. Aðeins er hægt að nota þessa valkosti ef
símkerfið styður þá.

Hægt er að búa til netaðgangsstaði (IAP) fyrir þráðlaust
staðarnet og nota hann fyrir forrit sem þurfa að tengjast
við internetið.

Netaðgangsstaður búinn til

1

Ýttu á

og veldu

Tenging

>

Stj. teng.

>

Staðarnet

í boði

.

2

Tækið leitar að þráðlausum staðarnetum á svæðinu.
Flettu að netkerfinu sem þú vilt búa til netaðgangsstað
fyrir og veldu

Valkostir

>

Tilgreina aðgangsst.

.

3

Tækið býr til netaðgangsstað með sjálfgefnum
stillingum. Upplýsingar um hvernig á að skoða eða
breyta þessum stillingum er að finna í ‘Aðgangsstaðir’
á bls. 107.

Þegar forrit biður þig að velja aðgangsstað skaltu velja
þann aðgangsstað sem var búinn til, eða

Leita að

staðarnet.

til að leita að þráðlausum staðarnetum á

svæðinu.

Þráðlausri staðarnettengingu er komið á þegar þú býrð til
gagnatengingu með því að nota netaðgangsstað.
Þráðlausa staðarnettengin er rofin þegar þú lokar
gagnatengingunni. Upplýsingar um hvernig á að loka
tengingunni er að finna í ‘Stjórnandi tenginga’ á bls. 95.

Hægt er að nota þráðlaust staðarnet meðan á símtali
stendur eða pakkagagnatenging er virk. Aðeins er hægt að
tengjast við einn aðgangsstað fyrir þráðlaust staðarnet í
einu, en nokkur forrit geta hins vegar notað sömu
tenginguna.

Hægt er að koma á þráðlausri staðarnetstengingu þrátt
fyrir að

Ótengdur

sniðið hafi verið valið. Mundu að fara

að öllum viðeigandi öryggisreglum þegar þú kemur á og
notar þráðlausa staðarnetstengingu.

Hægt er að velja á stillinga fyrir þráðlaus staðarnet:
grunngerð eða sértækt (ad hoc).

background image

Nokia N8

0 t

æ

kið þitt

16

Með grunnnets-stillingu er tækið tengt við aðgangsstað
fyrir þráðlaust staðarnet. Hægt er að ná sambandi við
samhæf tæki eða staðarnet í gegnum aðgangsstaðinn.

Með sértækri stillingu geta samhæf tæki sent og tekið við
gögnum beint frá hvort öðru. Upplýsingar um hvernig á að
búa til netaðgangsstað fyrir sértæki netkerfi er að finna í
‘Aðgangsstaðir’ á bls. 107.

Ábending! Til að sjá MAC-vistfangið sem auðkennir

tækið þitt skaltu slá inn *#62209526# í biðstöðu.