
Samnýting hreyfimynda
Samn. hre.m.
(sérþjónusta) valkosturinn er notaður til að
senda rauntíma hreyfimynd eða myndskeið úr tækinu í
annað farsímatæki meðan á símtali stendur. Bjóddu
einfaldlega viðmælandanum að skoða hreyfimyndina eða
myndskeiðið sem þú vilt deila með honum. Samnýtingin
hefst sjálfkrafa þegar viðmælandinn samþykkir boðið.
Kveikt er á hátalaranum þegar
Samn. hre.m.
er gert virkt.
Einnig er hægt að nota samhæft höfuðtól á sama tíma og
verið er að samnýta hreyfimynd. Þegar símtal er í gangi
skaltu velja
Valkostir
>
Samnýta hreyfimynd
>
Beint
eða
Myndskeið
.
Veldu
Stöðva
til að ljúka myndsendingunni. Einnig er
slökkt á myndsendingunni þegar lagt er á.