Boð samþykkt
Þegar þú færð boð um samnýtingu birtist boðið ásamt
nafni eða SIP-vistfangi sendandans. Ef tækið þitt er ekki
stillt á
Án hljóðs
hringir það þegar þú færð boð.
Ef einhver sendir þér boð um samnýtingu og slökkt er á
tækinu, eða þú ert ekki innan UMTS-þjónustusvæðis,
færðu ekki að vita að þér hafi verið sent boð.
Þegar þú færð boð geturðu valið:
Samþykk.
— til að hefja myndsendinguna.
Hafna
— til að hafna boðinu. Sendandinn fær skilaboð um
að boðinu hafi verið hafnað. Þú getur einnig stutt á
hætta-takkann til að hafna samnýtingunni og leggja á.
Veldu
Stöðva
til að ljúka myndsendingunni. Einnig er
slökkt á myndsendingunni þegar lagt er á viðkomandi.