Mótald
Hægt er að nota tækið sem mótald til að tengjast
internetinu með samhæfri tölvu.
Ýttu á
og veldu
Tenging
>
Mótald
.
Áður en hægt er að nota tækið sem mótald verður þú að
gera eftirfarandi:
• Setja upp viðeigandi gagnasamskiptahugbúnað á
tölvunni.
• Stofna áskrift að viðeigandi netþjónustu frá
símafyrirtækinu eða netþjónustuveitu.
• Hafa viðeigandi rekla uppsetta á tölvunni. Þú verður að
setja upp rekla fyrir USB-gagnasnúrutenginguna og þú
gætir þurft að setja upp eða uppfæra rekla fyrir
Bluetooth eða innrautt tengi.
Ýttu á skruntakkann til að tengja tækið þitt við samhæfa
tölvu með innrauðu tengi. Tryggja þarf að innrauðu tengi
tækjanna sem eru notuð til að senda og taka á móti
gögnum vísi hvort að öðru og að engar hindranir séu á milli
þeirra. Sjá ‘Innrauð tenging’ á bls. 93.
Til að tengja tækið við tölvu um Bluetooth skaltu ræsa
tenginguna úr tölvunni. Til að virkja Bluetooth-tenginguna
Tengingar
95
í tækinu skaltu ýta á
og velja
Tenging
>
Bluetooth
og
Bluetooth
>
Kveikt
. Sjá ‘Bluetooth-tengingar’ á bls. 90.
Til að tengja tækið við tölvu með USB-gagnasnúru skaltu
ræsa tenginguna úr tölvunni.
Nákvæmar uppsetningarleiðbeiningar er að finna í
notendahandbók Nokia PC Suite.
Ábending! Þegar Nokia PC Suite er notað í fyrsta
skipti skal nota Get Connected forrit þess til að tengjast
við tölvu.